Greenspan er nú ekkert svo frábrugðin DO
16.4.2010 | 11:33
Báðir reyndust þeir algjörlega óhæfir til þess að sinna því starfi sem þeim var ætlað. Þó skildi maður ætla að Greespan skildi hafa verið betur undir það búinn en DO en það reyndist ekki skipta miklu máli. Eftir sem áður þá er það mannlegt eðli sem ræður gjörðum okkar og ef hausinn er ekki í lagi hjá þeim aðilum sem sinna eftirliti með hagkerfum okkar þá eru þeir dæmdir til þess að mistakast það hlutverk sitt. Alan Greenspan er ef til vill einn af þeim aðilum sem spiluð hve stærsta rullu í að valda þeim efnahagsþrengingum sem við erum að ganga í gegnum þessa stundina á heimsvísu. Eftir að hann tók við þokkalega góðu búi Paul Volckers 1987 þá hófst sorglegt tímabil í sögu Bandaríska seðlabankans þar sem Greenspan var of mjúkur, þorði ekki að taka óþægilegar ákvarðanir, slakaði of mikið á eftirliti og hóf svo að dansa í kringum gullkálfinn. Hann hefði betur tekið Volcker sér til fyrirmyndar og brugðist við efnahagslegu ójafnvægi þegar þess var þörf.
Sjá meira um niðurlægjandi tilraunir Greenspans til að réttlæta gjörðir sínar hér: http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601039&sid=ajtIzfWo07I0
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.