Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Viðtal við hinn þekkta skortsala Jim Chanos - að spara sem mest er besta fjárfestingin

Hér að neðan er að finna stutt viðtal við Jim Chanos í þættinu MoneyWatch CBS þar sem rætt er við hann um hvernig honum hafi tekist að sjá fyrir þá krísu sem við erum í þessa stundina (2007-2010). Þaðan fer spyrillinn svo yfir í það að spyrja hann út í það hvernig Barack Obama hafi tekist að vinna úr því sem ástandi sem hann fékk í hendurnar. Þetta er mjög gott og fræðandi viðtal sem ég mæli eindregið með. Sem dæmi þá segir hann að besta fjárfestingarráðið sem hann geti gefið fjárfesti, sé að hann eigi spara sem mest, því þá þurfi hann ekki að vera með eins áhættusækið eignasafn og ella, til þess að ná þeim fjárfestingarmarkmiðum sem hann hefur sett sér.

 

Jim Chanos er nokkuð vel þekktur innan fjárfestingahluta fjármálaheimsins. Hann er hve þekktastur fyrir að hafa verið einna fyrstur til að taka stutta stöðu í Enron áður en að hulunni var svipt af þeirri svikamyllu. Það er hægt að lesa meira um þátt hans í Enron málinu í þessarri tilbúnu vitnayfirlýsinu hans frammi fyrir orku-og viðskiptanefnd Bandaríska þingsins (e. the House Committee on Energy and Commerce) í febrúar 2002. Mæli með að þeir sem hafa áhuga á fjárfestingum kynni sér þetta þar sem að gæti minnt óþægilega mikið á eitthvað sem við þekkjum hérna á Íslandi.

Í lok vitnayfirlýsingunnar sem ég vitnaði í hér að ofan segir Chanos eftirfarandi í lok yfirlýsingarinnar:

 "Finally, I want to remind you that, despite two hundred years of "bad press" on Wall Street, it was those "un-American, unpatriotic" short sellers that did so much to uncover the disaster at Enron and at other infamous financial disasters during the past decade (Sunbeam, Boston Chicken, etc.). While short sellers probably will never be popular on Wall Street, they often are the ones wearing the white hats when it comes to looking for and identifying the bad guys! "

Þetta er einmitt kjarni þess vanda sem þeir sem stunda skortsölu eiga við að etja dags daglega. Jafnvel eru til dæmi um menn sem hafa þurft að hætta þeirri yðju sinni vegna þessa gífurlega álags sem það hefur í för með sé bæði vinnulega og persónulega ( í formi álags og aðkasts gegn fjölskyldu viðkomandi). Skortsala er vandasamt verk sem oft krefst mikillar þolinmæði og vandaðra vinnubragða þar sem að menn hafa ekkert pláss til að gera mistök þegar það kemur að því að tímasetja stöðutökur sem eru á stuttu hliðinni. Það er ekkert grín að vera hinum megin við borðið þegar að nánast allt sem hægt er að fjárfesta í hækkar án þess að maður nái að sjá hvers vegna(náttúrúlega fyrir utan þá hjarðarhegðun sem á sér stað).

 

Hér má finna stutta umfjöllun um kappan á wikipedia.

Hér er einnig grein í WSJ sem ber heitið: Short Sellers Keep the Market Honest  þar sem hann fjallar m.a. um það "blame game" sem alltaf virðist eiga sér stað gagnvart skortsölu.


Greenspan er nú ekkert svo frábrugðin DO

Báðir reyndust þeir algjörlega óhæfir til þess að sinna því starfi sem þeim var ætlað. Þó skildi maður ætla að Greespan skildi hafa verið betur undir það búinn en DO en það reyndist ekki skipta miklu máli. Eftir sem áður þá er það mannlegt eðli sem ræður gjörðum okkar og ef hausinn er ekki í lagi hjá þeim aðilum sem sinna eftirliti með hagkerfum okkar þá eru þeir dæmdir til þess að mistakast það hlutverk sitt. Alan Greenspan er ef til vill einn af þeim aðilum sem spiluð hve stærsta rullu í  að valda þeim efnahagsþrengingum sem við erum að ganga í gegnum þessa stundina á heimsvísu. Eftir að hann tók við þokkalega góðu búi Paul Volckers 1987 þá hófst sorglegt tímabil í sögu Bandaríska seðlabankans þar sem Greenspan var of mjúkur, þorði ekki að taka óþægilegar ákvarðanir, slakaði of mikið á eftirliti og hóf svo að dansa í kringum gullkálfinn. Hann hefði betur tekið Volcker sér til fyrirmyndar og brugðist við efnahagslegu ójafnvægi þegar þess var þörf.

Sjá meira um niðurlægjandi tilraunir Greenspans til að réttlæta gjörðir sínar hér: http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601039&sid=ajtIzfWo07I0


Think again mr. Dimon!!!

Wall Street Journal skrifar grein í dag þar sem eftirfarandi er haft eftir forstjóra J.P. Morgan, Jamie Dimon:
 
"This could be the makings of a good recovery," 
"I think the chance of a double dip is rapidly going away."
 
Braskarinn veit að herra Dimon veit betur en svo að Bandaríska hagkerfið sé að taka við sér. En þetta eru týpísk ummæli bankastjóra til að hafa róandi áhrif á markaði erlendis.
 
 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband