Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Máttur vaxtavaxta - skyldulesning fyrir alla sem annt er um aurinn sinn

 "The most pwerful force in the universe is compound interest" Albert Einstein

Ég rakst á þessa mjög svo áhugaverðu grein um vaxtavexti (e. compound interest) og fl. þegar að ég ákvað að kynna mér Dow Theory aðeins nánar. Greinin fjallar í raun ekkert um Dow Theory heldur eru þetta heilræði til meðal ljónsins (fjárfestisins) sem ekki er sérfræðingur í fjárfestingum (fleiri sem geta tekið þetta til sín).

Greinin heitir "Rich Man, Poor Man" og er eftir Richard Russell sem hefur gefið "Dow Theory Letters Inc." út samfleytt síðan 1958. Hann segir þetta grein sem fólk hefur beðið um aftur og aftur í gegnum tíðina, reyndar eina vinsælustu grein sem hann hefur gefið út.

Í greininni nefnir hann fjórar reglur sem eru mikilvægar fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt á skynsamlegan og öruggan hátt:

Regla 1) Vaxtavextir (Compounding)

Russell nefnir að það fyrsta sem að hann kenndi börnunum sínum um peninga var hvernig þau ætti að nota "peninga biblíuna", sem er einfaldlega vaxtavaxta taflan í hans augum. Vaxtavextir er leiðinleg aðferð til að græða peninga en áreiðanleg og einföld. Það sem menn þurfa til að njóta ágóðans af vaxtavöxtum er þrautseigja, skilningur, þekking/kunnátta og auðitað það allra mikilvægasta "tími". Russell hamrar á því að vaxtavextir virki aðeins yfir lengri tíma og þegar þeir byrja að tikka inn( að alvöru eftir 7-8 ár), þá fyrst verður leikurinn skemmtilegur. Russell birtir frábært dæmi sem sýnir mjög vel hversu máttugir vaxtavextir geta verið: Gefum okkur að fastir vextir á sparnaðarreikningum séu 10%.

Fjárfestir B byrjar að spara þegar hann er 19 ára og leggur inn 2000 dollara á sparnaðarreikninginn sinn á hverju ári í 7 ár til 26 ára aldurs. 

Fjárfestir A byrjar að spara þegar B hættir. Þannig að hann leggur 2000 dollara inn á reikninginn sinn þangað til hann verður 65 ára.

Nú er það hin ótrúlega útkoma eins og Russell bendir á. B sem einungis lagði inn 14 þús. dollara  á móti 80 þús. frá A, endar með hærri upphæð á sparnaðarreikningnum sínum en A. Hvað veldur þessu? Jú, B hafði 7 aukaár þar sem hann safnaði vaxtavöxtum, og tókst í krafti þeirra að ávaxta fé sitt betur en A.

  Fjárfestir AFjárfestir B
AldurFramlagVirði í lok ársFramlagVirði í lok árs
140000
150000
160000
170000
180000
19002,0002,200
20002,0004,620
21002,0007,282
22002,00010,210
23002,00013,431
24002,00016,974
25002,00020,872
262,0002,200022,959
272,0004,620025,255
282,0007,282027,780
292,00010,210030,558
302,00013,431033,614
312,00016,974036,976
322,00020,872040,673
332,00025,159044,741
342,00029,875049,215
352,00035,062054,136
362,00040,769059,550
372,00047,045065,505
382,00053,950072,055
392,00061,545079,261
402,00069,899087,187
412,00079,089095,905
422,00089,1980105,496
432,000100,3180116,045
442,000112,5500127,650
452,000126,0050140,415
462,000140,8050154,456
472,000157,0860169,902
482,000174,9950186,892
492,000194,6940205,581
502,000216,3640226,140
512,000240,2000248,754
522,000266,4200273,629
532,000295,2620300,992
542,000326,9880331,091
552,000361,8870364,200
562,000400,2760400,620
572,000442,5030440,682
582,000488,9530484,750
592,000540,0490533,225
602,000596,2540586,548
612,000658,0790645,203
622,000726,0870709,723
632,000800,8960780,695
642,000883,1850858,765
652,000973,7040944,641
Mínus heildarframlag:-80,000 -14,000
Nettó ágóði:
893,704 930,641
Peningavöxtur:11 földun
 66 földun
     

Regla 2) Ekki tapa peningum

Kjánaleg regla, barnalega regla? Kannski, en flestu fólki tekst að tapa peningum á hörmulegum fjárfestingum eins og lottó, lélegum viðskiptatækifærum, græðgi og lélegri tímasetningu.

Regla 3) Ríkur maður, fátækur maður

Fjallar um það hvernig efnaðir einstaklingar hugsa öðruvísi þegar það kemur að því að fjárfesta. Þeir eru oftar þolinmóðari af því að þeir eiga meira en nóg og liggur ekki eins mikið á að verða ríkir eins og minni fjárfestirinn sem á og hefur mun minna milli handanna. Þeir sem ríkari eru hafa efni á að bíða og þegar tækifærinn eru til staðar geta þeir stokkið á þau og nælt sér í góðu bitana. Þetta er einmitt það sem er að gerast í dag á Íslandi þar sem að þeir sem eiga pening geta keypt "value" eða það sem er undirverðlagt.

Regla 4) Virði (e.Values)

Meðal fjárfestirinn á aðeins að hætta sér út fyrir vaxtavaxta kerfið þegar að markaðurinn býður upp á verulegan afslátt á eignum. Russell dæmir fjárfestingar sem góðan kost þegar þær bjóða upp á (a) öryggi, (b) aðlaðandi ávöxtun, og (c) góðar líkur á hækkun í verði. Undir öllum öðrum kringumstæðum er vaxtavaxta leiðinn öruggari og líklega miklu arðbærri.

 

Endilega kíkjið á linkinn hjá mér og lesið allan pistilinn sjálf.


Hvað gerist ef alkóhólisti fær sér nokkra drykki í viðbót? jú, honum líður betur í smá stund.... En hvað gerist svo þegar hann á ekki fyrir næsta drykk???

Marc Faber ræðir í þessu vídeói um hvernig BNA eru að fresta hausverkunum með því að gefa efnahagskerfinu aðeins meira að drekka. En hvað gerist svo þegar að ríkisstjórnin á ekki meira að drekka?

Fyrsti hluti:

Og annar hluti hérna:

Hann talar einnig um það að þau fyrirtæki sem hafa lækkað mest eins og Citigroup, Bank of America o.fl. muni einnig hækka mest í því runni sem átti svo eftir að eiga sér stað (vídeóin eru frá Apríl).


Maðurinn sem átti hlut í stærsta vogunarsjóðs rugli sögunnar lokar enn og aftur

WSJ greinir frá því að John Meriwether fyrrverandi yfirmaður skuldabréfa högnunar ( e. fixed income arbitrage) Salamon Brothers og einn af stofnendum Long Term Capital Management sé búinn að kasta handklæðinu í hringinn á ný, en hann hyggst loka sjóðum fyrirtækis síns JWM Partners vegna slaks gengis, en þeir hafa tapað miklu í krísunni.

Það er þekkt fyrirbæri í vogunarsjóðabransanum þegar að sjóðstjórar sjá fram á það að erfitt verði að ná upp yfir það sem kallast  "high watermark" til þess að geta fengið borgað hvatningar (e. incentive) bónusa, þá geta þeir alveg eins slaufað sjóðnum og byrjað upp á nýtt eins og líklegt er að Meriwether muni gera.

 Grein WSJ má finna hér


Lýsum okkur gjaldþrota og förum svo að selja vatn til Kína....

Þetta myndi ég kalla eitt heljarinnar viðskiptatækifæri fyrir Ísland. Gera samning við Kínversk yfirvöld um að skaffa þeim vatn.

Kannski er Jón Ólafs already on it.... Held að núna þegar krónan er í algjöru rugli þá ættum við að geta verið samkeppnishæf í þessum bransa.

 


Fyrsta bloggið kemur innan skamms... í dag eða á morgun

...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband